32. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:18
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:19
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 09:00

Nichole Leigh Mosty boðaði forföll. Gunnar Hrafn Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:51
Fundargerðir 30. og 31. fundar voru samþykktar.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Helga Þórisdóttir og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 405. mál - vegabréf Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir frá dómsmálaráðuneyti og Skúli Þór Gunnsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 374. mál - meðferð sakamála Kl. 10:02
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir frá dómsmálaráðuneyti, Skúli Þór Gunnsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Jónas Ingi Pétursson og Thelma Clausen frá Ríkislögreglustjóra. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 392. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 10:24
Á fund nefndarinnar komu Agnes Guðjónsdóttir, Daði Heiðar Kristinsson og Þórarinn V. Sólmundarson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 235. mál - vopnalög Kl. 10:46
Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál Kl. 10:53
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55